top of page
Leaves

 
Harpa Katrín Gísladóttir
sálfræðingur/psychologist

 

Harpa Katrín Gísladóttir

lauk B.A. prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og kandídatsprófi frá sama skóla árið 2013.  Harpa hefur meðal annars sinnt meðferðarstarfi á Geðdeild Landsspítalans, hjá Sálfræðingum Höfðabakka, Heilsustofunun NLFÍ og Sálfræðiráðgjöfinni áður en hún hóf störf hjá Grænuhlíð. Auk þess hefur hún haldið ýmis námskeið.

 

Áhersla í meðferð:

 

Harpa Katrín sinnir einstaklingsmeðferð og veitir hjóna- og pararáðgjöf. Hún vinnur mest með fullorðnu fólki og ungmennum frá 18 ára aldri og leggur áherslu á sannreyndar meðferðarleiðir. Aðferðirnar sem Harpa Katrín beitir í meðferð eru hugræn atferlismeðferð (Cognitive Behavioral Therapy) og ACT (Acceptance and Commitment Therapy) en í þeirri síðarnefndu er áherslan á að auka virkni í samræmi við persónuleg gildi.  Harpa vinnur einnig með EMDR (Eye Movement Desensitization and Reprocessing) auk þess sem núvitund getur verið hluti meðferðar. IFS (Internal Family Systems) eða partavinna er meðferðarnálgun sem er ekki sjúkdómsmiðuð en getur verið mjög hjálpleg til að auka sjálfsþekkingu og sjálfsvald í lífinu. Harpa Katrín hefur einnig sérhæft sig í þeirri nálgun.  Meðferð er ávallt sniðin að þeim vanda sem ætlunin er að vinna með og nálgunin er valin í samráði við skjólstæðing. 

 

 

Dæmi um vandamál sem Harpa Katrín sinnir:

 

 • Depurð og þunglyndi

 • Kvíði

 • Áföll og áfallastreita

 • Sjálfsmatsvandi

 • Samskiptavandi 

 • Tilfinningavandi

 • Aðlögunarvandi og almenn vansæld

 • Vandamál í tengslum við ýmis konar fíknir og erfiðleikar sem fylgja því að vera aðstandandi

 • Meðvirkni 

 • Sálrænir erfiðleikar og vandamál tengd breytingaskeiði kvenna

 

 

Harpa er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands og Félagi Sjálfstætt starfandi Sálfræðinga. Hún starfar eftir siðareglum Sálfræðingafélags Íslands.

 

 

Námskeið og endurmenntun:

 • IFS (Internal Family Systems therapy) Level 1.  Life Architect-Poland og IFS institute. Kennarar: Emma Diamond og Olivia Lester. Des 2023-feb 2024

 • Yoga kennaranám, level 1 (200 klst). Hjá Yoga Shala, Reykavík febrúar-júní 2022.

 • IFS Online Circle: Foundation of the IFS model. Dr. Richard Schwartz, Toni Herbine-Blank, MS, RN, C-SP, & Pamela Krause, MSW, LCSW, apríl-október 2021.

 • Yoga nidra kennaranám. Matsyendra Saraswati hjá Yogavin. Nóvember 2018

 • Samkenndarmiðuð sálfræðimeðferð (Compassion Focused Therapy): Vinnustofa hjá Dr. Russell Colts, janúar 2018.

 • Art of EMDR, with special focus on EMDR with complex trauma. Roger Solomon, Ph.D, ágúst-september 2017.

 • ACT and mindfulness for trauma. 8 vikna netnámskeið hjá Dr. Russ Harris. Mars-maí, 2016

 • Unnið með parta: Námskeið í að auka stöðugleika og auðvelda úrvinnslu hjá skjólstæðingum með mikla áfallasögu. Gyða Eyjólfsdóttir og Margrét Blöndal. Reykjavík, apríl 2016

 • FSAP (Feeling State Addiction Protocol) EMDR við fíkn. Robert Miller. Reykjvík, júlí 2015

 • Fræðslunámskeið í EFT (Emotion Focused Couples Therapy). Þórdís Rúnarsdóttir. Reykjavík, febrúar-maí 2015

 • Unnið með flókin áföll og hugrof í EMDR. Kathleen Martin, LCSW. Reykjavík, apríl, 2015

 • Núvitundarnámskeið. Helena Bragadóttir og Gunnar Friðriksson. Reykjavík, janúar-mars 2015

 • EMDR level II. Robert Soloman, september, 2014

 • EMDR level I. Robert Soloman, febrúar, 2014

Anchor 2
Anchor 1
bottom of page