Harpa Katrín Gísladóttir

sálfræðingur/psychologist

 

Harpa Katrín Gísladóttir

lauk B.A. prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og kandídatsprófi frá sama skóla árið 2013.  Frá útskrift hefur Harpa starfað hjá Sálfræðingum Höfðabakka þar sem hún hefur sinnt klínískri meðferð og haldið námskeið.

 

 

Áhersla í meðferð:

 

Harpa Katrín sinnir fyrst og fremst einstaklingsmeðferð og leggur áherslu á sannreyndar meðferðarleiðir. Hún vinnur með hugræna atferlismeðferð og ACT (acceptance and commitment therapy) en í þeirri síðarnefndu er áherslan á að auka virkni í samræmi við persónuleg gildi.  Harpa vinnur einnig með EMDR (eye movement decensitiation reprocessing) auk þess sem núvitund getur verið hluti meðferðar.  En auðvitað er meðferð ávallt sniðin að þeim vanda sem ætlunin er að vinna með. 

 

 

Dæmi um vandamál sem Harpa Katrín sinnir:

 

 • Depurð og þunglyndi

 • Sjálfsmatsvandi

 • Samskiptavandi 

 • Kvíði og fælni

 • Áföll

 • Aðlögunarvandi og almenn vansæld

 • Vandamál í tengslum við ýmis konar fíknir og erfiðleikar sem fylgja því að vera aðstandandi

 • Meðvirkni 

 

 

Harpa er meðlimur í Sálfræðingafélagi Íslands og Félagi Sjálfstætt starfandi Sálfræðinga. Hún starfar eftir siðareglum Sálfræðingafélags Íslands.

 

 

Námskeið og ráðstefnur:

 

 • ACT and mindfulness for trauma. 8 vikna netnámskeið hjá Dr. Russ Harris. Mars-maí, 2016

 • Unnið með parta: Námskeið í að auka stöðugleika og auðvelda úrvinnslu hjá skjólstæðingum með mikla áfallasögu. Gyða Eyjólfsdóttir og Margrét Blöndal. Reykjavík, apríl 2016

 • Fræðslunámskeið um DAM (díalektíska atferlismeðferð). Margrét Bárðardóttir. Reykjavík, nóvember 2015

 • EMDRIA ráðstefnan. Philadelphia, New Jersey. Ágúst, 2015

 • FSAP (Feeling State Addiction Protocol) Emdr við fíkn. Robert Miller. Reykjvík, júlí 2015

 • Fræðslunámskeið í EFT (Emotion Focused Couples Therapy). Þórdís Rúnarsdóttir. Reykjavík, febrúar-maí 2015

 • Unnið með flókin áföll og hugrof í EMDR. Kathleen Martin. Reykjavík, apríl, 2015

 • Núvitundarnámskeið. Helena Bragadóttir og Gunnar Friðriksson. Reykjavík, janúar-mars 2015

 • EMDR level II. Robert Soloman, september, 2014

 • ACT meðferð. Halldóra Bergmann. Nóvember 2014

 • EMDR level I. Robert Soloman, febrúar, 2014

 • Leiðbeinendanámskeið í SOS! – Hjálp fyrir foreldra. Gabriela Zuilma Sigurðardóttir, mars, 2013.

   

   

   

1/1