top of page
Leaves

 
Harpa Katrín Gísladóttir
sálfræðingur/psychologist

 

Valdeflandi námskeið fyrir konur á krefjandi tímamótum

Við förum í gegnum mörg tímamót á ævinni og sum þeirra geta verið verulega krefjandi. Á tímamótum erum við að kveðja eitt tímabil og hefja annað. Því fylgja oft flóknar tilfinningar og óvissa sem erfitt getur verið að takast á við. Það krefst hugrekkis að breyta til og velja nýja stefnu í lífinu. Oft virka gömlu leiðirnar ekki lengur og þá hjálpar að vera sveigjanleg og tilbúin að prófa nýjar aðferðir og tileinka sér ný sjónarmið.

Á námskeiðinu fá konur tækifæir til að horfast heiðarlega í augu við eigið líf og aðstæður, tengjast sínum eigin gildum og finna sinn innri styrk til að taka skref í átt að betra lífi. Unnið verður út frá hugmyndafræði ACT (Acceptance and Commitment Therapy) sem felur í sér núvitund og sjálfsmildi og áhersla lögð á að þáttakendur taki ábyrgð á sínu eigin lífi og finni sínar leiðir til að lifa því á innihaldsríkan hátt.  Það eru margir kostir við að vinna í hópi með öðrum konum í sambærilegum aðstæðum. Konurnar fá þannig tækifæri til að deila upplifunum og lausnum, styðja hvor aðra auk þess sem við lærum mikið um okkur sjálfar í gegnum reynslusögur annarra kvenna.

Tímamót geta verið:

 • skilnaður eða sambandsslit

 • starfslok eða breytingar í starfi

 • breytingar í lífinu vegna veikinda eða slyss

 • tíðahvörf og breytingaskeið

 • breytt hlutverk í lífinu

Á námskeiðinu verður farið í leiðir til að:

 • Sættast við hið liðna og kveðja kaflann sem er að ljúka

 • Takast á við tilfinningarnar sem fylgja breytingunum

 • Tengjast eigin gildum og því sem er mikilvægt í lífinu

 • Að velja næstu skref

 • Að setja sér markmið og fylga þeim eftir

 

Námskeiðið samanstendur af:

 • Fræðslu, verkefnavinnu, núvitundaræfingum og hugleiðslu

 • Hver þáttakandi fær verkefnahefti með sér heim

 • Boðið verður uppá spjallþráð fyrir spurningar og samtöl varðandi efnið á meðan á námskeiðinu stendur.

 

Praktískar upplýsingar:

 • Hist verður vikulega í 8 vikur, 2 klst í senn

 • Haldið í Grænuhlíð-fjölskyldumiðstöð, Sundagörðum 2, 104 Rvk

 • Verð: 104.000

 • Skráning og frekari upplýsingar:  harpakatrin@graenahlid.is

Nánar um námskeiðið:

Námskeiðið getur hjálpað konum að taktast á við breytingar sem verða vegna missis (ástvinamissis, skilnaðar, taps á starfsgetu eða uppsögn í starfi). Slíkum breytingum fylgja oft erfiðar tilfinningar eins og sorg, reiði, eftirsjá og skömm.  Þá er mikilvægt að hafa leiðir til að takast á við þessar tilfinningar og að geta fundið einhvers konar sátt við lífið og aðstæður eins og þær eru í dag. Það þarf að sleppa tökunum á því liðna og gangast við því sem er að hefjast. Þaðan er svo hægt að velja næstu skref í lífinu í samræmi við gildi og það sem skiptir einstaklinginn máli.

 

Námskeiðið getur líka nýst fólki sem vill breyta til. Þegar gömlu leiðirnar virka ekki lengur eða lífið eins og það var veitir ekki lengur hamingju. Slíkar breytingar geta verið spennandi tímamót og upphaf að nýju og innihaldsríkara lífi. Það getur þó verið snúið að velja nýja stefnu í lífinu. Þá er hjálplegt að geta horft yfir farinn veg og séð líf sitt í samhengi og tekið upplýsta ákvörðun um hvað skuli taka með inn í næsta kafla lífsins og hvað skilið eftir. Slík greining getur verið mjög valdeflandi og lærdómsrík, styður við vöxt og persónuþroska og minnkar líkurnar á að fólk endurtaki mistökin sín.

Næstu námskeið:

bottom of page