top of page
Leaves

 
Harpa Katrín Gísladóttir
sálfræðingur/psychologist

 

Konur á breytingask.png

Nánar um námskeiðið:

Á námskeiðinu fá konur tækifæri til að horfast heiðarlega í augu við eigið líf og aðstæður, tengjast sínum eigin gildum og finna sinn innri styrk til að taka skref í átt að betra lífi. Unnið verður út frá hugmyndafræði ACT (Acceptance and Commitment Therapy) sem felur í sér núvitund og sjálfsmildi og áhersla lögð á að þáttakendur taki ábyrgð á sínu eigin lífi og finni sínar leiðir til að lifa því á innihaldsríkan hátt. Það eru margir kostir við að vinna í hópi með öðrum konum í sambærilegum aðstæðum. Konurnar fá þannig tækifæri til að deila upplifunum og lausnum, styðja hvor aðra auk þess sem við lærum mikið um okkur sjálfar í gegnum reynslusögur annarra kvenna.

Á námskeiðinu verður farið í leiðir til að:

  • Sættast við hið liðna og kveðja kaflann sem er að ljúka

  • Takast á við tilfinningarnar sem fylgja breytingunum

  • Tengjast eigin gildum og því sem er mikilvægt í lífinu

  • Að velja næstu skref

  • Að setja sér markmið og fylga þeim eftir

 

Námskeiðið samanstendur af:

  • Fræðslu, verkefnavinnu, núvitundaræfingum og hugleiðslu

  • Hver þáttakandi fær verkefnahefti með sér heim

  • Boðið verður uppá spjallþráð fyrir spurningar og samtöl varðandi efnið á meðan á námskeiðinu stendur.

Næstu námskeið:

Skráning á námskeið fer fram í tölvupósti: harpakat@gmail.com

bottom of page